Hafnarstrætið fær andlitslyftingu

Í fyrra var skipt út gamalli asbestvatnslögn sem liggur niður Hafnarstrætið á Flateyri, en hún hafði um árabil verið til mikilla vandræða með tilheyrandi vatnsleysi á eyrinni. Við það þurfti að rífa upp gamla og lúna gangstétt og ekki var mikill sjónarsviptir af henni. Nú eru Valdimar Jónsson og hans menn hjá Græði ehf. langt komnir með að helluleggja gangstéttina upp á nýtt og óhætt að segja að verkið komi vel út.

DEILA