Hæglætis veður framundan

Veðurstofan spáir hæglætisveðri næstu daga. Það verður vestlæg átt á landinu, 3-8 m/s, en 8-13 suðaustanlands síðdegis og einnig á Ströndum um tíma í kvöld. Víða bjartviðri austantil á landinu, annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Svipað veður á morgun. Á Vestfjörðum er spáð norðvestanátt 3-8 m/s og víða léttskýjuðu. Suðvestlægari á motgun, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 5 til 12 stig.

Þegar líður á vikuna ættu hitatölurnar að stíga upp og áfram hægviðri.

DEILA