Gleðin við völd á Vestradeginum

Yngstu flokkar knattspyrnudeildar Vestra hittust á Vestradeginum í gær í blíðskaparveðri. Gleðin var við völd á Torfnesinu þar sem hlaðið var í eina hópmynd af þeim sem áttu heimangengt. Síðan voru knattþrautir undir stjórn Jónasar Leifs Sigursteinssonar yfirþjálfara og annarra þjálfara með hjálp frá leikmönnum meistaraflokks karla og 2. og 3. flokks kvenna sem nú tekur þátt í Íslandsmóti í fyrsta sinn í talsverðan tíma. Þá fjölmenntu foreldrar til að fylgjast með krökkunum í góða veðrinu.

Eftir knattþrautir var haldið að grillinu þar sem hesthúsaðar voru 298 pylsur í brauði, auk annars eins magns af safa og íspinnum.

Nú er fótboltasumarið formlega hafið hjá yngstu flokkunum og allir komnir út í góða veðrið og ferska loftið.

DEILA