Fiskverð veldur fækkun strandveiðibáta

Fyrsta tímabili strandveiða 2017 lauk um mánaðamótin og á vef Landssambands smábátaeigenda er að finna samantekt um hvernig gekk.

Alls voru 471 bátar á veiðum í maí samanborið 547 í fyrra. Það er svipaður fjöldi og í sama mánuði 2015, en langtum færri en á metárinu 2012 þegar 586 bátar voru á strandveiðum.

Fækkunin á sér nokkrar skýringar. Sú sem vegur langþyngst er það sem fæst fyrir þorskinn. Verð nú er það lægsta í krónum talið frá upphafi strandveiða. Það dregur úr arðsemi veiðanna og um leið úr áhuga og getu til að stunda þær.

Meðalverð á fiskmörkuðum fyrir hvert kíló af óslægðum þorski sem veiddur var handfæri í maí var 195 krónur en 248 krónur á sama tíma í fyrra.

Verðþróun á þorski í maí frá 2010 og segir það allt sem segja þarf um þá erfiðleika sem nú herja á undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar – sjávarútveginn. Mismunur á kílóverði við upphaf strandveiða 2010 til dagsins í dag er 116 krónur. Tölur frá LS.
DEILA