Ferðamenn skilja minna eftir sig

Korta­velta er­lendra ferðamanna í ís­lensk­um krón­um jókst um tæp 28% í apríl 2017 miðað við sama mánuð árið áður. Á sama tíma var fjölg­un ferðamanna um 62% og var þetta fimmti mánuður­inn í röð sem vöxt­ur ferðamanna var meiri en vöxt­ur í korta­veltu þeirra, sam­kvæmt sam­an­tekt fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Korta­velta er­lendra ferðamanna hef­ur vaxið nokkuð hraðar en fjölg­un þeirra. Neysla á hvern er­lend­an ferðamann fór vax­andi allt þar til í des­em­ber 2016 þegar þró­un­in sner­ist við og hún tók að minnka.

„Fyrstu fjóra mánuði árs­ins 2017 fjölgaði er­lend­um ferðamönn­um sem heim­sækja Ísland um 56% miðað við sama tíma­bil í fyrra og virðist því, enn sem komið er, geng­is­styrk­ing krón­unn­ar und­an­farið ár hafa haft óveru­leg áhrif á fjölg­un er­lendra ferðamanna sem hingað koma. Því má leiða að því lík­um að þó geng­is­sveifl­ur hafi ekki veru­leg áhrif á fjölda ferðamanna sem sækja landið heim þá hafi þær áhrif á neyslu þeirra í krón­um. Ferðafólk ákveði, meðvitað eða ómeðvitað, hve miklu það ætli að eyða í sinni heima­mynt í heim­sókn­inni til Íslands og sú neysla hald­ist óbreytt, en sveifl­ist í ís­lensk­um krón­um í sam­ræmi við geng­is­sveifl­ur krón­unn­ar,“ segir í frétt á vef fjármálaráðuneytisins.

DEILA