Færði Sæfara blautbúninga

Útgerðarmaðurinn Arnar Kristjánsson á Ísafirði kom færandi hendi með 11 blautbúninga til siglingaklúbbsins Sæfara. Nú standa hin sívinsælu siglinganámskeið Sæfara yfir og að vanda eru námskeiðin í sumar vel sótt og langur biðlisti á námskeiðin. Búníngagjöfin frá Arnari er kærkomin, enda búningarnir í mikill notkun.

DEILA