Bubbi og Arnarlax slíðra sverðin

Bubbi í sínu náttúrulega umhverfi. Mynd: Bubbi Morthens/Facebook

Einn harðasti og mest áberandi andstæðingur laxeldis á Íslandi, sjálfur Bubbi Morthens, ætlar að troða upp á skemmtun Arnarlax hf. á Bíldudal á morgun. Bubbi, sem er ástríðufullur stangveiðimaður, hefur skrifað ófáar blaðagreinar þar sem hann varar við afleiðingum laxeldis og sér sjókvíaeldi flest ef ekki allt til foráttu. Tilefni komu Bubba er bæjárhátíðin Bíldudals grænar sem hefst á föstudaginn. Arnarlax ætlar að taka smá forskot á sæluna með laxaveislu við Skrímslasetrið kl. 16.30 og Bubbi stígur svo á stokk klukkutíma síðar og ætlar að taka sín bestu lög.

DEILA