Annað strandveiðitímabilið hafið

Annað strandveiðitímabil ársins hófst í gær. Vegna veðurs voru fáir bátar á sjó á Vestfjörðum og ekki er róið í dag, en strandveiðar eru óheimilar frá föstudegi til sunnudags. Í júní má veiða 1.023 tonn á svæði A. Í maí gátu bátar á svæði A, sem nær frá Arnarstapa til Súðavíkur, róið í 13 daga og veiðarnar voru stöðvaðar 23. maí. Þá var búið að veiða 907 tonn sem er 50 tonnum meira en mánaðarúthlutunin segir til um. Alls voru 193 bátar á veiðum á svæði A og meðalafli á bát 4,7 tonn.

Langflestir bátar eru gerðir út á svæði A, en alls eru 471 á veiðum á strandveiðisvæðunum fjórum.

DEILA