Ætla að standa vörð um íslenska náttúru

Sett­ur hef­ur verið á lagg­irn­ar um­hverf­is­sjóður­inn The Icelandic Wild­li­fe Fund (IWF). Megin­áhersla sjóðsins er nátt­úru­vernd og um­hverf­is­mál, þar með talið að standa vörð um villta ís­lenska laxa­stofn­inn, sjó­bleikju, sjó­birt­ing og aðra ferskvatns­fiska í ám og vötn­um Íslands.

Stofn­end­ur IWF eru Ingólf­ur Ásgeirs­son flug­stjóri og Lilja R. Ein­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri, en þau leiða breiðan hóp fólks með fjöl­breytt­an bak­grunn sem á það sam­eig­in­legt að vilja slá skjald­borg um ís­lenska nátt­úru, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Nátt­úra og um­hverf­is­gæði Íslands standa frammi fyr­ir mik­illi ógn af hálfu fyr­ir­tækja sem hyggj­ast hefja stór­fellt fisk­eldi eða stór­auka við nú­ver­andi sjókvía­eldi við strend­ur lands­ins. Þar á meðal eru norsk stór­fyr­ir­tæki sem hafa valdið mikl­um um­hverf­is­spjöll­um víða um heim. Þessi fyr­ir­tæki eyða háum fjár­hæðum í ágenga hags­muna­gæslu og þrýst­ing á stjórn­völd í héraði og á landsvísu. Það verður að spyrna þar við fót­um og halda uppi vörn­um fyr­ir um­hverfi og líf­ríki lands­ins.

IWF er grasrót­ar­stofn­un og er ekki rek­in í ágóðaskyni (non-profit). Sjóður­inn stund­ar ekki at­vinnu­rekst­ur og afl­ar sér fjár­muna til verk­efna með frjáls­um fram­lög­um frá ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um. Hann er sjálf­seign­ar­stofn­un og starfar sam­kvæmt lög­um nr. 19/​1988 um sjóði og stofn­an­ir sem starfa sam­kvæmt staðfestri skipu­lags­skrá.

IWF mun verja fjár­mun­um sín­um í þau verk­efni sem liggja fyr­ir hverju sinni og sam­ræm­ast mark­miðum sjóðsins. Í því sam­bandi má nefna gerð ým­iss kon­ar kynn­ing­ar­efn­is, fræðslu og upp­lýs­inga­gjöf.

Stjórn sjóðsins hef­ur verið skipuð og starfar hún í tvö ár í senn. Í henni sitja: Freyr Frosta­son arki­tekt, sem er formaður, Örn Valdi­mar Kjart­ans­son fram­kvæmda­stjóri, Ragna Sif Þórs­dótt­ir hönnuður. Vara­menn eru Arn­dís Kristjáns­dótt­ir lög­fræðing­ur og  Vil­helm Ant­on Jóns­son tón­list­armaður. Fram­kvæmda­stjóri er Lilja R. Ein­ars­dótt­ir og end­ur­skoðandi er PwC,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

DEILA