45 milljóna króna hallarekstur á Tálknafjarðarhreppi

Tálknafjörður.

Rekstarniðurstaða Tálknafjarðarhrepps á síðasta ári var neikvæð um 45 milljónir kr. Ársreikningur sveitarfélagsins var samþykktur á fundi hreppsnefndar á þriðjudag. Afkoman versnaði um 44 milljónir kr. milli ára, en afkoma hreppsins var neikvæð um eina milljón kr. árið 2015. Heildartekjur A og B hluta sveitarsjóð námu 296 milljónum kr. á síðasta ári samborið við 310 milljónir kr. árið 2015. Rekstrargjöld A og B hluta voru 289 milljónir kr. og hækkuðu um 7 milljónir kr. milli ára.

Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru félagslegar íbúðir, fráveita, vatnsveita, hafnarsjóður, Fasteignafélagið 101 Tálknafjörður og hitaveitan.

DEILA