Vill tómstundafulltrúa fyrir eldri borgara

Eldri borgurum fjölgar hratt næstu árin.

Öldungaráð Ísafjarðarbæjar hvetur bæjarstjórn til þess að tryggja eldri borgurum aukna þjónustu. Ráðið leggur meðal annars til að sérstakur fulltrúi sinni íþrótta- og tómstundamálum eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Öldungaráð bendir á að tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar sinni ungu fólki sérstaklega en þarfir eldri borgara séu jafn brýnar fyrir slíka þjónustu. Eldri borgurum fjölgar hratt og öldungaráið telur raunhæft að gera ráð fyrir að því fylgi aukin þjónusta og utanumhald til þess að tryggja að lýðheilsusjónarmið nái til allra íbúa Ísafjarðarbæjar.

Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar hefur tekið vel í hugmyndir öldungaráðs og starfsmanni nefndarinnar var falið að kostnaðarmeta tillöguna.

DEILA