Íslandsmótið í blaki hjá 4.-6. flokki vorið 2017 var haldið á Ísafirði um helgina. Á mótinu voru tæplega 170 keppendur á aldrinum 7-14 ára ásamt þjálfurum og fararstjórum. 28 lið frá níu félögum kepptu í fimm deildum og alls voru leiknir 82 leikir.

Mótið fór mjög vel fram, frábær tilþrif sáust á vellinum og keppendur voru prúðir utan vallar sem innan.

Vestri átti frábært mót. Lið Vestra í 4. flokki drengja varð Íslandsmeistari eftir hörku baráttu í úrslitum við Þrótt Nes sem enduðu í öðru sæti. Lið Vestra í 5. flokki B-liða (sem spila krakkablak á 3. stigi) varð líka í fyrsta sæti – sem er mjög flottur árangur. Stefnir frá Suðureyri átti lið í 3. sæti A-liða í 5. flokki.

Efstu þrjú lið í hverri deild voru sem hér segir:

4. flokkur pilta

  1. Vestri
  2. Þróttur Nes Beasts
  3. Þróttur Nes Titans

 

4. flokkur stúlkna

  1. BF/KA
  2. Þróttur R A
  3. Þróttur Nes

 

5. flokkur A-lið (4. stigs krakkablak)

  1. Völsungur
  2. Þróttur R – A
  3. Stefnir

 

5. flokkur B-lið (3. stigs krakkablak)

  1. Vestri
  2. HK
  3. BF 1 (Siglufjörður)

Í 6. flokki eru ekki reiknuð út sæti heldur fá allir þátttökuverðlaun. Í 6. flokki kepptu Völsungur, BF, Stefnir og þrjú lið frá Vestra.

Foreldrar barna í íþróttum leggja mikið á sig þegar kemur að ferðalögum á mót en ekki síður þegar standa þarf í stórræðum eins og að halda hátt í 200 barna mót. Það þarf að koma öllum fyrir í gistingu, gefa öllum að borða, dæma og stjórna leikjum og svo taka til þegar allt er yfirstaðið. Gestaliðin gáfu gestgjöfum góða einkun fyrir skipulag og umgjörð þessa móts. Ágúst Atlason ljósmyndari og blakforeldri tók myndir á mótinu sem nálgast má á facebook síðu blakdeildarinnar.

 

DEILA