Þingeyri taki þátt í Brothættum byggðum

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lýst yfir áhuga á samstarfi við Byggðastofnun um þátttöku Þingeyrar í verkefninu Brothættar byggðir. Verkefnið er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Byggðastofnun vinnur nú að gerð áætlunar um rekstur og framkvæmd verkefnisins á næstu misserum.

Til að meta hvar þörfin er mest styðst stofnunin við útreikning á mælikvörðum sem lýst er í verkefnisáætlun og taka þeir meðal annars til lýðfræðilegra þátta, landfræðilegrar stöðu og stöðu í atvinnulífi. Í bréfi Byggðastofnunar til Ísafjarðarbæjar kemur fram að Þingeyri er eitt þeirra byggðarlaga sem skora hæst samkvæmt ofangreindum mælikvörðum.

DEILA