Sala á Páli Pálssyni á lokametrunum

Innan skamms lýkur 45 ára sögu togarans Páls Pálssonar ÍS í útgerðarsögu Hnífsdals og Ísafjarðar. Nýr Páll er væntanlegur á allra næstu misserum. „Skipið hefur verið til sölu í tvö ár. Við erum ekki alveg búnir að ganga frá sölu en við vonumst til að það skýrist mjög fljótlega,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. Hann vill á þessu stigi ekki greina frá væntanlegum kaupanda skipsins. Fyrirtækið hefur fundað með áhöfn Páls og henni kynnt áformin. Einar Valur segir að gangi salan eftir, fari Páll til nýs eiganda um mánaðamótin júní júlí.

Samkvæmt heimildum BB verður Páll seldur til Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin er með Breka VE, systurskip nýja Páls, í smíðum í Kína.

DEILA