Meirihluti landsmanna telur stöðu efnahagsmála góða

Byggingageirinn ásamt ferðaþjónustu kallar á aukið vinnuafl.

Mikill meirihluti landsmanna telur stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag vera góða eða 65% samanborið við rúman þriðjung sem telur hana slæma. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýlegrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var dagana 11.-26. apríl. Þar af telja 7,4% stöðuna mjög góða, 58% nokkuð góða, 25,1% frekar slæma og 9,6% mjög slæma. Fram kemur í fréttatilkynningu frá MMR að hærra hlutfall karla en kvenna telji stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag vera góða. Þannig telja 70% karlamanna stöðu efnahagsmála vera góða en eingöngu 60% kvenna. Þá segja 57% svarenda að efnahagsstaðan á Íslandi verði svipuð og hún er í dag eftir sex mánuði. Konur reyndust ívið líklegri en karlar til að telja að efnahagsstaðan mundi versna næstu 6 mánuði eða 28% gegn 26% karla. Af körlum töldu 19% að efnahags- ástandið myndi batna, samanborið við 14% kvenna.

Aldurshópurinn 18-29 ára var líklegri en aðrir aldurshópar til að telja efnahagsstöðuna slæma en aldurshópurinn 68 ára og eldri var líklegri til þess að telja efnahagsstöðuna vera mjög góða. Fólk í sérfræðistörfum er enn fremur líklegra til að telja stöðu efnahagsmála góða en námsmenn og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru einnig talsvert líklegri til þess að vera þeirrar skoð- unar, eða 87%. Stuðningsmenn Pírata eru hins vegar líklegastir af stuðningsmönnum stjórnmálaflokkanna til að telja stöðuna mjög slæma, eða 25%.

DEILA