Vorið kemur með margan fiðraðan gestinn hingað til lands. Fjölmargar fuglategundir hafa hér búsetu yfir sumartímann og auðga til muna hin fjölskrúðuga fuglalíf sem hér þrífst. Þá eru einnig innan um sjaldséðir gestir sem kannski hyggja ekki á búsetu til langframa en flækjast um stund hér um, sjónarvottum til gleði. Einn slíkur gestur hefur verið í Bolungarvík að undanförnu og er það skrautlegur mandarínandarsteggur. Madarínendur eru upprunar í Austur Asíu, en vegna skrautlegs útlits síns hafa þær verið vinsælar í lystigörðum í Evrópu. Þær hafa fram til þessa ekki verið þekktir varpfuglar hér á landi en flækjast reglulega hingað til lands.

Mandarínönd í Bolungarvík. Mynd: Ágúst Svavar Hrólfsson.

Ljósmyndarinn Ágúst Svavar Hrólfsson náði á dögunum að fanga fuglinn með linsu myndavélar sinnar, en fuglinn hafði látið hafa talsvert fyrir sér áður en þessar glæsilegu myndir náðust.

annska@bb.is

 

DEILA