Landsmót harmonikkuunnenda á Ísafirði í sumar

Á fundi bæjarráðs þann 5. maí var lagt fram bréf Karitasar Pálsdóttur, formanns Harmonikufélags Vestfjarða, dagsett 24. apríl sl., þar sem óskað er eftir leyfi til að nota sjúkrahústún og tún við leikskólann Sólborg, sem aðstöðu fyrir húsbíla og hjólhýsi, þegar landsmót harmonikuunnenda verður haldið á Ísafirði dagana 29. júní – 2. júlí 2017.

Sama fyrirkomulag var haft þegar landsmót var haldið síðast á Ísafirði, árið 2002

DEILA