Jafntefli í fyrstu skák

Guðmundur byrjaði Íslandsmótið með jafntefli. Mynd: mbl.is

Íslandsmótið í skák hófst í hafnarfirði í gær. Tíu skákmenn tefla um Íslandsmeistaratitilinn og Ísfirðingar eiga sinn fulltrúa á mótinu, Guðmund Gíslason. Hann tefldi við Davíð Kjartansson í gær og tefldu þeir lengst allra í fyrstu umferð. Skákinni lauk með jafntefli eftir harða baráttu. Öllum viðureignum gærdagsins nema einni lauk með jafntefli. Héðinn Steingrímsson hefur tekið forystu en hann sigraði Björn Þorfinnsson.

Guðmundur vann sér rétt til að taka þátt í Íslandsmótinu með því að sigra áskorendaflokk Íslandsmótsins fyrir mánuði síðan. Hann sigraði mótið örugglega, var taplaus fram í síðustu umferð þegar hann var búinn að tryggja sigurinn.

 

 

DEILA