Hverfandi stuðningur við einkarekstur

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands. Þetta á við hvort sem spurt er um rekstrarform sjúkrahúsa, heilsugæslu eða hjúkrunarheimila.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 86 prósent vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem rekur sjúkrahús, 79 prósent vilja að hið opinbera reki heilsugæslustöðvar og 68 prósent að það reki hjúkrunarheimili. Mjög lítill stuðningur er við að einkaaðilar sjái fyrst og fremst um rekstur heilbrigðisstofnana. Rúmt prósent vill að einkaaðilar sjái um rekstur sjúkrahúsa, tvö prósent að þeir reki heilsugæslustöðvar og þrjú prósent hjúkrunarheimili.

 

DEILA