Hægviðri í dag

Rjómablíða í dag.

Veðurstofan spáir austan hægviðri á Vestfjörðum í dag. Skýjað með köflum og þurrt að kalla og hiti 7 til 14 stig. Í kvöld fer að vinda af norðaustri og í nótt herðir vind og má gera ráð fyrir 12 til 18 m/s. Hægir á morgun en kalt í veðri.

 

Allir vegir á Vestfjörðum eru greiðfærir, en Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði voru mokaðar um helgina. Vegna aurbleytu hættu á skemmdum eru sérstakar ásþungatakmarkanir á fáeinum vegum á á Vestfjörðum.

DEILA