Tímasetningar á rútuferðum milli Flateyrar og Ísafjarðar henta ekki nemendum í Grunnskólanum Önundarfjarðar. Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á mánudag var lagt fram bréf nemenda 5. – 9. bekkj í skólanum. Nemendurnir geta ekki nýtt sér ferðir almenningsvagna til og frá Flateyri, þar sem tímasetningar eru óhentugar.
Í bréfinu segja krakkarnir að fyrri ferð dagsins, sem fer frá Flateyri kl. 13, komi þeim að engum notum þar sem þau eru enn í skólanum á þeim tíma. Seinni ferðin er kl. 17 sem er of seint fyrir þá sem ætla að taka þátt í íþróttastarfi og öðrum tómstundum sem eru í boði á Ísafirði. Að auki fer sú rúta til baka kl. 18 sem gefur krökkunum einungis 40 mínútur á Ísafirði. Sömuleiðis er seinni ferðin eftir lokun banka sem krakkarnir segja bagalegt.
Í bréfinu er óskað eftir því að bæjaryfirvöld leiti álits grunnskólakrakka á Flateyri ef og þegar breytingar verði gerðar á áætlun rútuferðanna.