Fyrsti útileikur Vestra

Vestri á fyrir höndum erfiðan útileik á sunnudag þegar liðið mætir Knattspyrnufélagi Vesturbæjar (KV) á KR vellinum í Reykjavík. Eftir tvær umferðir í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu er Vestri með sex stig, en liðið sigraði fyrstu tvo leikina sem voru báðir á Torfnesi á Ísafirði. Fyrri viðureignin var við Fjarðabyggð og Vestri sigraði leikinn 1-0 og um síðustu helgi mættust Vestri og Magni og heimamenn sigruðu 3-1.

KV byrjaði tímabilið illa, en liðið steinlá á heimavelli fyrir Magna, 3-1. Um síðustu helgi gerðu Vesturbæingarnir 2-2 jafntefli við Hött. Liðið er í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með 1 stig.

Leikurinn á sunnudag hefst kl. 16.

DEILA