Fyrsta skip sumarsins í höfn

Ocean Diamond við Ásgeirsbakka. Risaskipið Aida Luna í baksýn.

Fyrsta skip sumarsins Ocean Diamond lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Koma skipsins markar upphaf skemmtiferðaskipavertíðarinnar þetta árið sem mun standa fram til 22.september er Ocean Diamond lokar henni aftur, reyndar með annað skip, Hanseatic, sér til fulltingis þann daginn. Það er ferðaskrifstofan Iceland ProCruises, sem er með Ocean Diamond á leigu og er Reykjavík heimahöfn þess.

Von er á yfir 100 skipum til Ísafjarðar í sumar og hafa þau aldrei vera fleiri.

DEILA