Dæmdur í níu mánaða fangelsi

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 48 ára gamlan karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum þegar hann í apríl 2014 bað stjúpdóttur sína og vinkonu hennar um að sýna á sér brjóstin þegar hann tók mynd af þeim þar sem þær í heitum potti fyrir utan heimili þeirra og klæddar í bikiní. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir líkamsáras gegn þáverandi unnusti sinni og auk þess fyrir umferðarlagabrot. Hann játaði bæði þau brot en neitaði kynferðisbrotinu og því að hafa brotið gegn barnaverndarlögum.

Við skýrslutöku lýsti stjúpdóttir mannsins því þannig að hún hefði verið í heitum potti með vinkonu sinni þegar hann hefði staðið á svölunum og ætlað að taka af þeim mynd. Hafi „hann beðið þær um að „fara upp“ þannig að brjóstin á þeim sæjust á myndinni.

Að mati Héraðsdóms kom ekkert fram sem rýrði framburð stúlkanna og framburður ákærða metinn óstöðugur og ekki hægt að byggja dóm á honum. Maðurinn á að baki langan sakaferil sem nær til ársins 1993.

DEILA