Byggðakvótakerfin sameinuð?

Á næstu vikum skilar hópur um endurskoðun byggðakvótans tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra. Endurskoðunin á bæði við um almenna byggðakvótann og sértækan kvóta Byggðastofnunar. Til greina kemur að sameina kerfin tvö.

Formaður starfshópsins er Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar.

„Við höfum bæði skoðað almenna byggðakvótann og aflamark Byggðastofnunar. Þar hafa verið skoðaðar leiðir til að kvótinn nýtist betur og hvort hægt er að sameina þessi tvö kerfi,“ segir Þóroddur í samtalið við fréttastofu RÚV.

Almenna byggðakvótanum er úthlutað til eins árs í senn í samræmi við forsendur og reiknireglur stjórnvalda. Byggðakvótanum er ætlað vinna gegn óstöðugleika í kvótakerfinu en Þóroddur segir ákveðinn óstöðugleika innbyggðan í kerfið sem þurfi að reyna að leysa.

„Sértækum kvóta Byggðastofnunar er hins vegar úthlutað til minni sjávarþorpa á grundvelli samninga við útgerðir og vinnslur um starfsemi, fjölda starfa og fleira. Þetta eru ólík verkfæri og við viljum reyna að ná því besta út út báðum,“ segir Þóroddur.

DEILA