Brotthvarfi Baldurs mótmælt harðlega

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að taka Breiðafjarðarferjuna Baldur úr áætlun yfir Breiðafjörð með tilheyrandi röskun fyrir íbúa og atvinnulíf.  Baldur hefur gert hlé á ferðum sínum milli Stykkishólms og Brjánslækjar þar sem skipið var lánað til Vestmannaeyja til afleysinga á meðan Herjólfur er í slipp.

Í bókun bæjarstjórnar frá því í gær er bent er á að ferðir Baldurs eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu svo og aðrar útflutningsgreinar. Baldur fer væntanlega í slipp í haust og fækkar það enn ferðum ferjunnar á þessu ári. Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að samgönguyfirvöld útvegi ferju til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af líkt og fordæmi eru fyrir annars staðar í landinu.

DEILA