Björgunarfélag Ísafjarðar byggir æfingaturn

Við byggingu æfingaturnsins í gærkvöldi. Mynd af Fésbókarsíðu Björgunarfélags Ísafjarðar.

Björgunarfélag Ísafjarðar hefur hafið byggingu á æfingaturni við Suðurtanga á Ísafirði. Turninn mun nýtast til æfinga á fjallabjörgun og fleiru slíku, en ísfirsku björgunarsveitarfólki hefur lengi dreymt um að koma á laggirnar slíkri aðstöðu.

Í æfingaturninum fá gamlir línustaurar, sem Orkubú Vestfjarða leggur til, nýtt líf og eru vanir línumenn, þaulvanir stauraklifri, meðlimir í Björgunarfélaginu sem kemur að góðum notum við verkið. Þá leggja einnig til vinnu og tækjabúnað verktakarnir Valþór Atli og Brynjar Örn og segir í frétt á vef Björgunarfélagsins það vera lykilatriði í störfum félagsins að njóta velvildar í samfélaginu og eiga þar hauk í horni.

annska@bb.is

 

 

DEILA