Bjóða upp á heyrnarmælingar fyrir ungabörn

Heyrnarfræðingar Heyrnar- og talmeinstöðvar Íslands verða staddir á Ísafirði og Bolungarvík dagana 29. og 30. maí og bjóða foreldrum barna sem fædd eru síðustu 6 mánuðina, og ekki hafa verið skimuð á heyrn, að panta tíma fyrir börn sín.

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands er ríkisstofnun sem sinnir greiningu, meðferð og endurhæfingu fólks með heyrnar- og talmein. Á forvarnarsviði annast stöðin m.a. skimun á heyrn allra nýbura sem fæðast á landinu, í samvinnu við LSP í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Starfsmenn HTÍ ferðast um landið og mæla heyrn þeirra nýbura sem ekki fæðast á fyrrtöldum fæðingardeildum.

Heyrnarskimun ungbarna er einföld og sársaukalaus mæling sem tekur aðeins örfáar mínútur. Best er að koma með börnin sofandi í vögnum eða burðarrúmum og þau mega ekki vera kvefuð eða með eyrnabólgur.

Foreldrar geta haft samband við Heyrnar-og talmeinastöð til að skrá börn sín í heyrnarskimun.

DEILA