Álfasalan hófst í dag

Páll Óskar keypti fyrsta Álfinn í dag.

Árleg Álfa­sala SÁÁ hófst í dag og stend­ur fram á sunnu­dag­inn 14. maí. Hún er nú hald­in í 28. skipti og er stærsta fjár­öfl­un­ar­verk­efni SÁÁ ár hvert.  All­ur ágóði af söl­unni renn­ur til að greiða fyr­ir þjón­ustu SÁÁ við ungt fólk, bæði afeitrun og meðferð, sál­fræðiþjón­ustu barna eða aðra þjón­ustu við fjöl­skyld­ur áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­linga.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að slag­orð Álfa­söl­unn­ar sé það sama og und­an­far­in ár: ‚‚Álf­ur­inn fyr­ir unga fólkið‘‘.

„Með því er lögð áhersla á að afrakst­ur söl­unn­ar styður við meðferðarúr­ræði sam­tak­anna fyr­ir unga vímu­efna­sjúka og einnig fyr­ir aðstand­end­ur, þar á meðal börn alkó­hólista. Frá ár­inu 2000 hef­ur SÁÁ rekið ung­linga­deild á sjúkra­hús­inu Vogi en frá því að sjúkra­húsið var byggt hafa um 8.000 ein­stak­ling­ar yngri en 25 ára lagst þar inn.  Fjöl­skyldu­deild SÁÁ býður meðal ann­ars sál­fræðiþjón­ustu fyr­ir börn alkó­hólista. Yfir 1.100 börn hafa nýtt þá þjón­ustu sem er að nær öllu leyti kostuð með tekj­um af sölu álfs­ins og öðru söfn­un­ar­fé,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Þjóðin hef­ur stutt við bakið á SÁÁ og tryggt að sam­tök­in geti veiti vímu­efna- og áfeng­is­sjúk­ling­um og fjöl­skyld­um þeirra eins góða þjón­ustu og kost­ur er. Ef ekki væri vegna stuðnings al­menn­ings þyrfti að draga um­tals­vert úr öllu starfi SÁÁ. Þjón­usta SÁÁ við börn og aðra aðstand­end­ur áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­linga er til dæm­is öll kostuð tekj­um af sölu álfs­ins og öðrum styrkj­um. Kær­ar þakk­ir fyr­ir all­an stuðning­inn. Styðjum SÁÁ og kaup­um álf­inn,” seg­ir Arnþór Jóns­son, formaður SÁÁ í til­kynn­ingu.

 

 

DEILA