Vinnuver opnað á 1. maí

Vinnuver er þar sem Umboðsverslun Hafsteins Vilhjálmssonar var áður til húsa.

Á mánudaginn 1. maí – á baráttudegi verkalýðsins – verður opið hús í nýuppgerðu húsnæði að Suðurgötu 9 sem hlotið hefur nafnið Vinnuver. Þar verður hýst starfsemi Starfsendurhæfingar Vestfjarða, Vesturafls og Fjölsmiðjunnar. Undanfarna mánuði hafa miklar endurbætur verið gerðar á húsnæðinu, sem mun í framtíðinni mynda ramman utan um þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Öllum íbúum svæðisins er boðið að koma og skoða aðstöðuna og þiggja léttar veitingar.

DEILA