Vikulangt námskeið í nýsköpun í fiskeldi

Nemendahópurinn við seiðaeldisstöð Arnarlax í Tálknafirði.

Nýverið lauk vikulöngu námskeiði Háskólaseturs Vestfjarða um nýsköpun í fiskeldi sem fram fór á sunnanverðum Vestfjörðum. Á námskeiðinu kynntust þátttakendur fiskeldinu í gegnum fyrirtækjaheimsóknir og unnu samhliða því að nýsköpunarverkefnum. Námskeiðið naut góðs af nálægð við fyrirtækin á svæðinu og var nemendahópnum vel tekið af þeim öllum.

Seiðaeldisstöðin Arctic Fishh innst í Tálknafirði var skoðuð og seiðaeldisstöð Arnarlax á Gileyri í Tálknafirði. Einnig fengu nemendur tækifæri til að fylgja starfsmönnum Arnarlax  einn morgun í reglulega eftirlitsferð út í kvíar í Arnarfirði. Að eftirlitsferðinni lokinni skiptist hópurinn í tvennt á Bíldudal og skoðaði fiskvinnslu fyrirtækisins og fyrirkomulag fóðurgjafa. Fóðurgjafakerfi Arnarlax er mjög tæknivætt en treystir samt tækninni hóflega enda er unnið á tveimur mönnuðum vöktum við að stýra þessu fullkomna kerfi. Nemendurnir fengu mjög góða innsýn í stærðargráðu greinarinnar og áttuðu sig vel á mikilvægi strandsvæðastjórnunar með tilliti til hennar.

Sjá nánar á vef Háskólasetursins.

DEILA