Veiðifélög lýsa þungum áhyggjum af sjókvíaeldi

Sjókvíar í Arnarfirði.

Veiðifé­lög við Húna­flóa lýsa yfir þung­um áhyggj­um af þeirri ógn „sem staf­ar af áætl­un­um um hömlu­laust lax­eldi víða um land í opn­um sjókví­um og mót­mæla harðlega fyr­ir­ætl­un­um um stór­fellt lax­eldi á Vest­fjörðum, Aust­fjörðum og í Eyjaf­irði með ógelt­um norsk­um laxa­stofni, sem er í dag mesta nátt­úru­vá ís­lenskra lax- og sil­unga­stofna og veiðiáa um allt land.“

Þetta kem­ur fram í álykt­un sem stjórn­ir Veiðifé­lags Laxár á Ásum, Veiðifé­lags Vatns­dals­ár, Veiðifé­lags Blöndu og Svar­tár, Veiðifé­lags Víðidals­ár og Veiðifé­lags Miðfirðinga sendu frá sér í dag.

Í álykt­un sinni benda stjórn­ir veiðifé­lag­anna á að nán­ast allt lax­eldið sé í meiri­hluta­eigu norskra eld­is­fyr­ir­tækja, sem séu að sækja í ókeyp­is af­not hafs­ins í óspillt­um ís­lensk­um fjörðum og sem litlu skeyta um meng­un nátt­úr­unn­ar.

„Nú þegar allt nýtt eldi í opn­um sjókví­um með ógelt­um laxi hef­ur verið sett á ís í Nor­egi, kepp­ast þeir hinir sömu við að helga sér ókeyp­is ís­lensk­an sjó, áður en Íslend­ing­ar átta sig á þeim hrika­lega um­hverf­isskaða sem þessi stóriðja mun valda að óbreyttu. Þeir hyggj­ast stunda meng­andi eldi hér á landi meðan þeir verða að breyta yfir í grænt eldi heima fyr­ir. Á að heim­ila norsk­um eld­is­fyr­ir­tækj­um að nota hina úr­eltu meng­andi eldis­tækni hér á landi sem þeir vilja ekki hafa heima hjá sér?“

Í ályktuninni segir að búið séð að að lýsa nei­kvæðum áhrif­um erfðablönd­un­ar eld­islaxa í nátt­úru­lega stofna ít­ar­lega í fjöl­mörg­um er­lend­um rann­sókn­um og að slík erfðablönd­un leiði til minnkaðrar viðkomu, trufli nátt­úru­val og dragi úr líf­fræðilegri fjöl­breytni villtu laxa­stofn­anna.

Seg­ir í álykt­un­inni að lax- og sil­ungsveiði byggi á sjálf­bærni hreinn­ar og óspilltr­ar nátt­úru. Grein­in velti ár­lega meira en 20 millj­örðum króna og skapi 1.200 störf hér á landi. Þá hafi markaðssetn­ing greinarinn­ar byggt upp verðmæta alþjóðaí­mynd lands­ins og ekki megi fórna ís­lenskri nátt­úru fyr­ir inn­rás norskra stór­fyr­ir­tækja.

smari@bb.is

 

DEILA