Þykknar upp á morgun

Veðurstofan spáir hægviðri og léttskýjuðu á Vestfjörðum í dag.  Þykknar upp síðdegis á morgun og austan 5-13 m/s og snjókoma annað kvöld. Frost víða 5 til 10 stig í nótt, en hiti kringum frostmark síðdegis á morgun. Hálka eða hálkublettir eru  á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og þungfært norður í Árneshrepp á Ströndum.

Það er útlit fyrir gott páskaveður á Vestjörðum. Veðurstofan spáir hægri norðaustanátt og vægu frosti alla páskahelgina.

DEILA