Þjóðaratkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Átján þingmenn úr fjórum flokkum, Sjálfstæðisflokknum, Pírötum, Framsóknarflokknum og Vinstri grænum, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar en staðsetning flugvallarins í Vatnsmýrinni hefur lengi verið umdeild.
Lagt er til að eftirfarandi spurning verði borin upp:

„Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?” og svarmöguleikar gefnir „já“ eða „nei“.

Þingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta löggjafarþingi en flutningsmenn voru þá Ögmundur Jónasson ásamt fleirum. Fjórir þingmenn Norðvesturkjördæmis eru meðal flutningsmanna tillögunnar nú, þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, Haraldur Benediktsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ela Lára Arnardótttir.

Samkvæmt greinargerð með þingsályktunartillögunni er markmið hennar að þjóðin fái að hafa áhrif á staðsetningu miðstöðvar innanlands- og sjúkraflugs í náinni framtíð. Þar er einnig sagt ljóst að flugvöllurinn og staðsetning hans gegni mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning.

smari@bb.is

 

DEILA