Sigurvegari Vasa mætir í Fossavatnsgönguna

Britta Johansson Norgren er fremst kvenna í lengri vegalengdum.

Þeim fjölgar sterku skíðamönnunum sem boða þátttöku í Fossavatnsgöngunni. Í gær var greint frá að sjálfur Petter Northug er á leiðinni til Ísafjarðar. Nú hefur sænska skíðagöngukonan Britta Johansson Norgren bæst í hópinn. Hún varð fyrst kvenna í Vasagöngunni í Svíþjóðí vetur og er nú efst að stigum í Ski Classics, en síðasta mótið í mótaröðinni verður í Ylläs-Levi í Finnlandi á morgun. Eftir að hún hætti í sænska skíðalandsliðinu, þar sem hún keppti meðal annars á þremur Ólympíuleikum,  hefur hún einbeitt sér að keppnum í lengri vegalengdum.

DEILA