Rammaáætlun um fiskeldi æskileg

Að mati Guðna Guðbergssonar, sviðstjóra ferksvatnslífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, þar að hægja á leyfisveitingum fyrir laxeldi í sjó á meðan reynsla fáist af við Ísland.„Það hefði að okkar mati þurft að gera heilstæða úttekt, einskonar rammaáætlun á fiskeldi. Hvað væri hægt að stunda mikið fiskeldi án þess að taka óásættanlega áhættu með íslenska laxastofna,“ er haft eftir Guðna á fréttavef RÚV.

Í fréttinni lýsir hann áhyggjum að hraðri uppbyggingu í greininni á meðan grundvallarspurningum er ósvarað.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur beint þeim orðum til fiskeldisfyrirtækja að hægja á umsóknum. Í Kastljósviðtali í vikunni lýsti hún efasemdum um laxeldi í Jökulfjörðum og sagði áform um laxeldi í Eyjafirði vekja upp spurningar hvort að of hratt sé farið.

DEILA