Móttaka fyrir Between Mountains – kl. 18:00

Sigurvegarar Músíktilrauna 2017 eru sem kunnugt er dúettinn Between Mountains. Dúettinn skipa þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir. Á sunnudaginn verður formleg mótttaka í Félagsheimilinu á Suðureyri, í heimabæ Kötlu Vigdísar en Ásrós Helga er frá Núpi í Dýrafirði. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Súgfirðingar taka á móti sínu fólki sigri hrósandi eftir Músíktilraunir, en árið 2015 sigraði Rythmatik frá Suðureyri. „Það er eitthvað í loftinu hérna, það hlýtur að vera,“ segir Ævar Einarsson hjá Klofningi ehf. á Suðureyri en fyrirtækið stendur fyrir móttökunni.

Ævar segir að móttakan sem hefst kl. 18 sé öllum opin. „Þær ætla að taka lögin sem þær spiluðu á Músíktilraunum svo þetta ætti að vera gaman,“ segir Ævar.

Smári

Uppfært: Móttakan hefst kl. 18:00, ekki 17:00 eins og var í upphaflegu fréttinni

DEILA