Hrafneyrar- og Dynjandisheiðar lokaðar

Veðurstofa Íslands spáir vestlægri eða breytilegri átt á Vestfjörðum í dag, yfirleitt hægum vindi. Skýjað verður með köflum og lítilsháttar él. Hiti um og yfir frostmarki að deginum. Veður verður með svipuðum hætti á morgun, en á sunnudag bætir í vind og herðir frost, en bjart veður.

Hálkublettir eru víða á heiðum og hálsum á Vestfjörðum en hálka á Klettshálsi og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og vegna snjóflóðahættu verður ekki farið í mokstur í dag.  Þungfært er norður í Árneshrepp á Ströndum en unnið að hreinsun.

Í næstu viku verða lokanir í Hvalfjarðargöngum vegna viðhaldsvinnu og þrifa. Lokað verður í fjórar nætur frá 24.-27.apríl. Lokað verður frá miðnætti til klukkan 6 að morgni, en á mánudagskvöld loka göngin þó klukkan 22.

annska@bb.is

DEILA