Halli á vöruviðskiptum

Á tveimur fyrstu mánuðum ársins nam halli á vöruviðskiptum við útlönd 21,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Verðmæti vöruútflutnings var 19.3 milljörðum króna lægra en á sama tíma í fyrra, miðað við gengi hvors árs, að stórum hluta til vegna samdráttar í verðmæti útfluttra sjávarafurða. Verðmæti þeirra dróst saman um ríflega 40 prósent milli ára vegna verðlækkunar, auk þess sem reikna má með að áhrifa af verkfalli sjómanna gæti enn í þessum tölum, segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Smári

DEILA