Gröfuþjónusta Bjarna bauð lægst í Urðarvegsbrekkuna

Tvö tilboð bárust í endurgerð Urðarvegsbrekkur á Ísafirði. Tilboð Gröfuþjónustu Bjarna ehf. hljóðaði upp á 52,4 milljónir króna, eða 107% af kostnaðaráætlun verksins. Tilboð Tígurs ehf. hljóði upp á 54,2 milljónir króna, eða 111% af kostnaðaráætlun. Um er að ræða uppgröft og endurgerð Urðvarvegsbrekkunnar ásamt því að frárennslislagnir í götunni verða endurnýjaðar.

smari@bb.is