Gáfu tvö hjúkrunarrúm

Sifjarkonur með Guðrúnu heiðursfélaga kvenfélagsins.

Félagskonur Kvenfélagsins Sifjar afhentu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði tvö hjúkrunarrúm á föstudaginn. Af því tilefni heilsuðu þær upp á heiðursfélaga Kvenfélagsins, Guðrúnu Halldórsdóttur en hún fékk annað rúmið til afnota. Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði vill koma á framfæri þakklæti til kvenfélagsins fyrir höfðinglega gjöf.

DEILA