Fjölskyldu Fossavatn í dag

Það eru margir, bæði ungir og aldnir, sem nýta sér svæðin í Tungudal og á Seljalandsdal. Mynd: Fossavatnsgangan.

Seinnipartinn í dag geta fjölskyldur sameinast í Fjölskyldu Fossavatningu sem hefst kl. 17:00. Þar er hægt að velja milli tveggja vegalengda, 1 km og 5 km. Gengið er hefðbundið og fer gangan fram á Seljalandsdal. Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að upplifa Fossavatnsönguna saman og fyrir unga fólkið að kynnast göngunni.

Gott tækifæri  til að taka þátt í síðasta skíðaviðburði vetrarins og fagna sumrinu.
Skráning og númeraafhending í 1km gönguna fer fram á mótstað.
Skráning í 5km gönguna fer fram á fossavatn.com og númer er hægt að nálgast á keppnisskrifstofu göngunnar í Edinborgarhúsinu.

Allar nánari upplýsingar um þessa göngu má nálgast á fossavatn.com

 

DEILA