„Brennd af sleifarlagi“

Guðjón Brjánsson.

Íslendingar eiga að gera strangar og skýrar kröfur til eftirlits í fikeldi að öllu leyti, ekki síður en Norðmenn og Svíar, og fara faglega og varlega í uppbyggingu með klára sýn. Þetta sagði Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í gær. Hann sagði eðlilegt og alvöruafgjald vera hluta af því. „Brennt barn forðast eldinn. Við erum brennd af sleifarlagi í auðlindastjórnun. Á þessu þarf Alþingi að taka af skarið,“ sagði Guðjón.

Eina greiðsla fiskeldisfyrirtækja í dag fyrir utan leyfisgjöld stofnana eru í umhverfissjóð sjóakvíaeldis. mhverfissjóður sjókvíaeldis er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og á forræði ráðherra. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sjóðnum skal greiða kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki úr sjóðnum til að mæta þeim kostnaði eða tekjumissi sem þeir hafa orðið fyrir vegna tjóns sem er ekki hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar.

Fyrir hver þúsund tonn sem rekstrarleyfishafi hefur heimild til að framleiða eru greiddar tæpar tvær milljónir kr. og rennur það óskipt til umhverfissjóðs sjókvíaleldis.

DEILA