Börn og bækur í Edinborg

Börn og bækur er árleg bókmenntadagskrá sem haldin hefur verið á sumardaginn fyrsta í menningarmiðstöðinni Edinborg um alllangt skeið. Dagskráin sem helguð er barnabókum er fyrir alla fjölskylduna og það er enginn aðgangseyrir. Dagskráin að þessu sinni samanstendur af erindum frá sér Fjölni Ásbjörnssyni og Þuríði Kristínu Þorsteinsdóttur grunnskólanema, þá verður boðið upp á tónlistar- og dansatriði frá Listaskóla Rögnvaldar og einnig munu nemendur úr Grunnskólanum á Ísafirði lesa upp úr bókum.

Börn og bækur fer fram í Edinborgarsal fimmtudaginn 20. apríl milli kl 14 og 16.

annska@bb.is

DEILA