Bæjarins besta í ógöngum

15. tbl. 2017

15. tölublað Bæjarins besta hefur gengið í gegn mikla erfiðleika og mun að öllum líkindum teljast til safngripa vegna þess. Til stóð að það kæmi út miðvikudaginn 12. apríl, tímanlega fyrir páskahátíðina með tilheyrandi tilkynningum. Tæknileg vandmál við prentun kom hins vegar í veg fyrir það, endurskoða þurfti blaðið og endursenda til prentunar og næsti útgáfudagur skyldi vera miðvikudagurinn 19. apríl. Þá vildi ekki betur til en að Pósturinn gleymdi að taka kassa af blöðum vestur og leiddi það til þess að aðeins hluti þeirra var borin út síðasta vetrardag.

Ef allt hefur gengið að óskum og allir hafa staðið við loforð, mun blaðið vera borið út í dag.

bryndis@bb.is

DEILA