Aukinn strandveiðikvóti

Veiðiheim­ild­ir á strand­veiðisvæði D hafa verið hækkaðar um 200 tonn frá fyrra ári en að öðru leyti er fyr­ir­komu­leg varðandi veiðisvæði, veiðidaga, há­marka­afla á dag og fjölda hand­færar­úlla óbreytt frá því á síðasta ári sam­kvæmt til­kynn­ingu frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur gefið út reglu­gerð um strand­veiðar í ár. Strand­veiðitíma­bilið hefst 2. maí og stend­ur til 31. ág­úst. Við út­hlut­un afla­heim­ilda er byggt á eft­ir­far­andi svæðaskipt­ingu:

Svæði A) nær frá A. Eyja- og Mikla­holts­hreppi til Súðavík­ur­hrepps, svæði B) nær frá Stranda­byggð til Grýtu­bakka­hrepps, svæði C) nær frá Þing­eyj­ar­sveit til Djúpa­vogs­hrepps og svæði D) nær frá Hornafirði til Borg­ar­byggðar.

Strand­veiðar hóf­ust fyrst í júní 2009 og var heild­ar­magnið þá 4.000 tonn. Leyfi­leg­ur heild­arafli á kom­andi vertíð verður 9.200 tonn og er það aukn­ing um 200 tonn frá fyrra ári sem fyrr seg­ir. Bú­ist er við að út­gef­in veiðileyfi verði um 700.

DEILA