Allur lax er hollur

Ný norsk rannsókn bendir til þess að meira sé af mengandi eiturefnum í villtum laxi  en í eldislaxi, þetta kemur fram á Visir.is  og kemur þessi niðurstaða mörgum á óvart. Að órannsökuðu hefðu flestir talið að villti laxinn hlyti að vera hollari en eldislax.

Á forskning.no kemur fram að þetta sé fyrsta stóra rannsóknin sem beri saman villtan lax og eldislax. Rannsóknin leiðir í ljós það sé minna af mengandi eiturefnum í eldislaxinum en á móti kemur að það meira um næringarefni í þeim villta.

Anne-Katrine Lundebye vísindamaður sem stóð fyrir rannsókninni vill þó fullvissa neytendur um að lax, villtur eða alinn, sé afbragðs góð og holl fæða, magn eiturefna sé ekki í þeim mæli að ástæða sé til að óttast.

Síðasta rannsókn hvað þetta varðar var birt árið 2004 en hún komst að þeirri niðurstöðu að í eldislaxinum væri meira magna eiturefna en í þeim villta.  Í umfjöllun um þessa nýju rannsókn eru niðurstöðurnar frá 2004 dregnar í efa vegna þess að þar voru bornar saman ólíkar tegundir laxa og því ekki samanburðarhæfar, sérstaklega vegna mismunandi fituinnihalds.

Hér má nálgast umfjöllun um rannsóknina.

Bryndis@bb.is

DEILA