Áframhaldandi hagvöxtur en blikur á lofti

ASÍ spáir áframhaldandi hagvexti á þessu ári en bendir á ákveðin hættumerki. Óvissa hafi aukist frá síðustu spá enda séu efnahags- og verðlagshorfum háðar þróun ferðaþjónustunnar og gengi krónunnar. Heimilin muni auka neyslu og vöxtur þjóðarútgjalda muni ýta undir aukinn innflutning en það muni á móti hægja á fjármunamyndum og vexti útflutnings. Sterkt gengi krónunnar valdi áhyggjum.

ASÍ telur ástæða til að bregðast við yfirvofandi húsnæðisbólu með langtímalausnum eins og stórefla uppbyggingu á öruggu leiguhúsnæði.

Alþýðusambandið telur að of mikið aðhald sé sýnt á útgjaldhlið ríkisins á meðan skattar séu lækkaði og hætt verði við að ríkissjóður verði  í þröngri stöðu til að að bregðast við áföllum í efnahagslífinu.

bryndis@bb.is

DEILA