Hinn sjö ára gamli Aram Nói Norðdahl Widell hefur óskað eftir því að Ísafjarðarbær lagfæri Tangagötu á Ísafirði. Aram Nói, sem er búsettur í Tangagötu, segir í bréfi til Gísla Halldór Halldórssonar bæjarstjóra að gatan sé mjög holótt og nýverið varð hann fyrir þvi að stíga í eina holu og detta og meiða sig.

Bréf Arams Nóa til bæjarstjóra.

Bréf Arams Nóa var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær. Ásamt því að þakka bréfritara fyrir ábendingu var bent á að samkvæmt framkvæmdaáætlun næsta árs stendur til að helluleggja götuna, en þangað til verður fyllt í holurnar til bráðabirgða.

smari@bb.is

DEILA