Vesturbyggð mótmælir niðurskurði

Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir boðuðum niðurskurði samgönguráðherra í vegagerð í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. „Vestfirðingar hafa um áratugaskeið barist fyrir bættum vegsamgöngum um sunnanverða Vestfirði,“ segir í bókun bæjarráðs sem bendir á ákall Vestfirðinga til stjórnvalda um að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin hafa verið um framkvæmdir í Gufudalssveit. „Það er algjört skilyrði að framkvæmdin verði boðin út um leið og framkvæmdaleyfi liggur fyrir,“ segir ennfremur.

DEILA